150. löggjafarþing — 32. fundur,  14. nóv. 2019.

fjárlög 2020.

1. mál
[14:10]
Horfa

Þorsteinn Víglundsson (V) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Við tökum hér til afgreiðslu óábyrg fjárlög þar sem ríkisútgjöldin eru þanin til hins ýtrasta á sama tíma og fjárfesting í nauðsynlegum innviðaúrbótum er enn og aftur vanrækt. Við erum að afgreiða fjárlög þar sem óvissusvigrúm er nýtt til hins ýtrasta strax í upphafi þrátt fyrir að enn sé mikil óvissa um efnahagsþróun á næsta ári og mun vafalítið valda þessari ríkisstjórn vanda á komandi ári. Minni hlutinn hefur lagt fram margar ágætar breytingartillögur við þetta fjárlagafrumvarp sem við í Viðreisn munum greiða atkvæði með. Við þekkjum hins vegar auðvitað leikreglurnar hér, handritið að þessu leikriti hefur fyrir löngu verið skrifað og meiri hlutinn mun vafalítið fella þær allar samviskusamlega enda skiptir meira máli hver færir slíkar breytingar fram en hvað þær fela í sér, sem er miður.