150. löggjafarþing — 32. fundur,  14. nóv. 2019.

fjárlög 2020.

1. mál
[14:19]
Horfa

Birgir Þórarinsson (M):

Herra forseti. Þessi breytingartillaga Miðflokksins er í fjórum liðum. Hún gerir ráð fyrir því að kolefnisgjaldshækkun ríkisstjórnarinnar upp á 10% komi ekki til framkvæmda, að tryggingagjald lækki um 0,25% umfram það sem ríkisstjórnin leggur til. Auk þess er hér um að ræða arðgreiðslu í ríkissjóð vegna sölu á lóð Landsbankans við Austurhöfn sem Miðflokkurinn leggur til og auk þess er hagræðingarkrafa á sameiningu Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitsins, hvort tveggja arðgreiðslur upp á 2 milljarða og 350 milljónir. Fyrsti liðurinn er auk þess að ívilnun falli brott til leigu á umhverfisvænum bílum á vegum bílaleiga. Það eru 60 milljónir.