150. löggjafarþing — 32. fundur,  14. nóv. 2019.

fjárlög 2020.

1. mál
[14:35]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P):

Virðulegi forseti. Úthlutunarhlutfall Rannsóknasjóðs og Tækniþróunarsjóðs er mjög klárt. Það koma margar umsóknir í þá sjóði sem eru mjög góðar og eiga skilið að fá úthlutun af því að tækifærin í því til framtíðar eru svo augljós. Það er svo lítið í þessum sjóðum núna að það er verið að hafna umsóknum af því að það eru stafstetningarvillur í þeim, það finnst ekkert annað, engin önnur ástæða til að hafna umsókn en eitthvað smávægilegt. Það er því algjörlega nauðsynlegt, og sérstaklega á þessum tímum þegar við erum á niðurleið í efnahagssveiflunni, að leggja til aukið fjármagn í rannsóknir og nýsköpun. Það er algert grunnatriði. Þetta nær vonandi úthlutunarprósentunni upp í 25%, miðað við þetta fjármagn, en það ætti að vera í u.þ.b. 30%.