150. löggjafarþing — 32. fundur,  14. nóv. 2019.

fjárlög 2020.

1. mál
[15:54]
Horfa

Ólafur Ísleifsson (M):

Herra forseti. Vinna þarf markvisst að því að styrkja möguleika fatlaðs fólks og öryrkja til þátttöku á vinnumarkaði. Frítekjumark atvinnutekna öryrkja hefur staðið óbreytt í áratug. Kerfið verður að vera þannig uppbyggt að það sé raunverulegur ávinningur af því að vinna fyrir þá sem það geta. Þetta þýðir að það verður að draga úr óhóflegum skerðingum með öllum sínum keðjuverkandi og skaðlegu áhrifum. Miðflokkurinn leggur hér til breytingu við fjárlagafrumvarpið um 325 millj. kr. framlag til hækkunar frítekjumarks atvinnutekna öryrkja.

Ég minni á, herra forseti, að fjárlagatillögur Miðflokksins eru að fullu fjármagnaðar.