150. löggjafarþing — 32. fundur,  14. nóv. 2019.

fjárlög 2020.

1. mál
[16:20]
Horfa

Líneik Anna Sævarsdóttir (F):

Virðulegi forseti. Ég vil taka undir með hv. þm. Njáli Trausta Friðbertssyni og fagna sérstaklega heimildinni í lið 6.25, að leigja eða kaupa húsnæði sem nýtist sem stækkun á flugstöðinni á Akureyrarflugvelli. Þarna erum við að samþykkja einn bita í mikilvægt púsl við að framfylgja stefnu stjórnvalda um dreifingu ferðamanna, öflugri almenningssamgöngur og öflugri byggðir um land allt.

En ég vil líka vekja athygli á þeim ótrúlega árangri sem við erum að ná. Við erum að afgreiða fjárlög á þeim degi sem við lögðum upp með í haust, afgreiða þau við 2. umr., og það er a.m.k. mjög langt síðan það hefur gerst.