150. löggjafarþing — 33. fundur,  18. nóv. 2019.

úttekt á starfsemi Menntamálastofnunar.

379. mál
[16:37]
Horfa

Líneik Anna Sævarsdóttir (F):

Virðulegi forseti. Við greiðum atkvæði um beiðni um skýrslu frá ríkisendurskoðanda um úttekt á starfsemi Menntamálastofnunar. Fyrsti flutningsmaður skýrslubeiðninnar er Hjálmar Bogi Hafliðason varaþingmaður en fleiri standa að beiðninni.

Menntamálastofnun tók til starfa 1. október 2015. Ég álít því að nú, að fjórum árum liðnum, sé góður tímapunktur til að fara í þessa úttekt. Ég vil jafnframt láta þess getið að á árinu 2018 var það rætt í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd að það gæti verið skynsamlegt að gera svona úttekt en þá var það mitt mat að það væri fullfljótt. Ég held hins vegar að nú sé mjög góður tími til þess með nýja stofnun.