150. löggjafarþing — 34. fundur,  25. nóv. 2019.

orð fjármálaráðherra í óundirbúnum fyrirspurnum.

[15:48]
Horfa

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (P):

Virðulegur forseti. Ég tek undir með hv. þm. Oddnýju G. Harðardóttur og óska eftir að við förum yfir þetta á vettvangi leiðtoga flokkanna. Sömuleiðis finnst mér mikilvægt að benda á að ómálefnalegar athugasemdir um að hv. þm. Ágúst Ólafur Ágústsson vilji rannsaka einhverja fleiri ónafngreinda aðila sem á sér enga stoð eru ekki til þess fallnar að auka trúa okkar á að til standi að styrkja þessi embætti yfir höfuð. Ég bendi á að auðvitað ættum við að styrkja embættin til frambúðar til að koma í veg fyrir að fleiri svona mál endurtaki sig. Eða ætlum við alltaf, eftir hvert einasta spillingarmál, að hlaupa í eitthvert skítamix og láta það duga í staðinn fyrir að læra af reynslunni og tryggja að við höfum varnir til að bregðast við og að við sjáum í gegnum næstu spilaborg sem einhver íslensk fyrirtæki munu byggja?