150. löggjafarþing — 34. fundur,  25. nóv. 2019.

orð fjármálaráðherra í óundirbúnum fyrirspurnum.

[16:11]
Horfa

Halldóra Mogensen (P):

Forseti. Mér finnst mikilvægt að hér komi fram að ég hef verið viðstödd þó nokkrar fundarstjórnarumræður síðan ég kom á þing og ég hef aldrei séð svona veist að forseta þingsins áður bara fyrir störf hans, þannig að mig langar til að segja að mér finnst eiginlega óboðleg hegðun að koma fram á þann hátt. Við erum að ræða mikilvæg mál og ég hef aldrei orðið vitni að slíku áður. Ég vil bara skilja það hér eftir að mér þykir þetta óboðlegt. Mér sýnist móðgunargirni Sjálfstæðisflokksins hafa smitast yfir á alla aðra í ríkisstjórnarflokkunum, því miður.