150. löggjafarþing — 34. fundur,  25. nóv. 2019.

nýskógrækt.

303. mál
[17:25]
Horfa

Líneik Anna Sævarsdóttir (F):

Virðulegi forseti. Ég ætla að blanda mér aðeins í þessa umræðu og byrja á að beina því til hæstv. ráðherra hvort lagt hafi verið mat á það hversu stór svæði gætu gróið upp með náttúrulegum skógum án afskipta mannsins. Hins vegar langar mig að koma inn á það að ríkið hefur samið við umráðamenn meira en 600 jarða á landsvísu um að taka frá land og nýta til skógræktar. Hvernig gengur okkur að uppfylla þá samninga? Er í einhverjum tilfellum verið að rækta náttúrulega skóga eða er það í öllum tilfellum skógur til viðarnytja?

Ríkið er augljóslega ekki að standa við samningana núna því að gert er ráð fyrir að plantað (Forseti hringir.) verði í þetta land á tíu árum. Hvað er til ráða til að standa við samningana?