Bráðabirgðaútgáfa.

150. löggjafarþing — 36. fundur,  27. nóv. 2019.

fjárlög 2020.

1. mál
[17:20]
Horfa

Logi Einarsson (Sf):

Herra forseti. Það þarf að bæta fjármunum í að stytta biðlista eftir liðskiptaaðgerðum, við erum fullkomlega sammála flutningsmanni um það, en við teljum óráð að eyrnamerkja það fjármagn einkaaðilum, ekki síst þegar það liggur fyrir og hefur sýnt sig að sjúkrahúsin á Akureyri og Akranesi hafa bæði getað sinnt þessu vel og lýst því yfir að þau hafi áhuga á því.

Ég segi því nei.