150. löggjafarþing — 36. fundur,  27. nóv. 2019.

fjárlög 2020.

1. mál
[17:27]
Horfa

Þorsteinn Víglundsson (V):

Virðulegur forseti. Þessi tillaga er ákaflega gott dæmi um tillögu þar sem væri hægt að beina fjármunum til sérhæfingar í heilbrigðiskerfinu, þar sem væri hægt með aukinni skilvirkni að vinna niður þá miklu biðlista sem eru eftir þessum tilteknu aðgerðum. Auðvitað er opinbera leyndarmálið sem allir vita að biðlistarnir segja ekki nema hálfa söguna því að það tekur 12 mánuði að komast inn á biðlista eftir liðskiptaaðgerð í dag. Það tekur 12 mánuði að bíða eftir símtalinu sem hleypir fólki inn á þessa biðlista og það gengur ákaflega hægt að vinna á þeim, m.a. af því að verið er að beina þessum aðgerðum í auknum mæli inn á Landspítala þar sem sjúklingum er ítrekað vísað frá þar sem þetta sérhæfða hátæknisjúkrahús þarf að sinna bráðaaðgerðum meðfram. 300 sjúklingar voru sendir heim sem biðu eftir aðgerðum sem þessum. Hér er rakið dæmi þar sem væri hægt að bjóða út til einkaaðila og vinna mun betur á biðlistunum en við erum að gera. Það eru vonbrigði að sjá Sjálfstæðisflokkinn orðinn fráhverfan einkaframtakinu í heilbrigðisgeiranum. Á öðru átti maður von. (Forseti hringir.)

Ég segi já.