Bráðabirgðaútgáfa.

150. löggjafarþing — 38. fundur,  2. des. 2019.

frumvarp um menntasjóð námsmanna.

[15:22]
Horfa

mennta- og menningarmálaráðherra (Lilja Alfreðsdóttir) (F):

Virðulegur forseti. Mig langar að nefna nokkra þætti þar sem er gjörbreyting á milli annars vegar menntasjóðsins og hins vegar Lánasjóðs íslenskra námsmanna. Mig langar að nefna að við veitum styrki til barnafólks. Staðan er því þannig að viðkomandi aðili skuldar helmingi minna í nýja kerfinu en því gamla. Ég skil vel að hv. þingmaður hafi áhyggjur af efnahagshorfum en þær hafa verið nokkuð góðar fyrir ríkissjóð Íslands, m.a. vegna þess að hagstjórnin hefur verið góð. Það er ákvæði í frumvarpinu þar sem stendur að nefnd skuli koma saman þegar verðtryggðir vextir eru komnir í 4% og óverðtryggðir í 9%, þannig að það er varnagli í frumvarpinu til að taka nákvæmlega á þessum áhyggjum, sem ég skil. Það er hins vegar þannig að (Forseti hringir.) nemar koma mun betur út í nýja kerfinu en því gamla. Ég hlakka til að eiga frekari samtöl við allsherjar- og menntamálanefnd til að fara yfir þessar sviðsmyndir.