150. löggjafarþing — 38. fundur,  2. des. 2019.

tekjuskattur og staðgreiðsla opinberra gjalda.

3. mál
[16:55]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Bjarni Benediktsson) (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Það vekur athygli að jafn stórt og mikilvægt mál og hér er undir skuli ekki einu sinni verðskulda nefndarálit frá öllum flokkum á þinginu. Hér er einfaldlega um að ræða mjög stórt skref sem var boðað strax þegar ríkisstjórnin var sett saman til að létta undir með heimilunum í landinu. Langflestir munu sjá skatta sína lækka um 70.000–120.000 kr. á ári. Það eru 70.000–120.000 kr. á ári í vasa skattgreiðenda. Miðflokkurinn getur gert athugasemdir við að þetta komi eftir flóknum leiðum en við í Sjálfstæðisflokknum köllum skattalækkun bara skattalækkun og við styðjum skattalækkanir. Þessi ríkisstjórn sá það fyrir að til þess að friður tækist á vinnumarkaði þyrfti að koma til tilslökun frá ríkisstjórninni. Það reyndist rétt og þess vegna höfum við náð langtímasamningum á vinnumarkaði með því að gefa aðeins eftir af tekjuskatti ríkisins. Þetta er mikið fagnaðarefni og jafnvel þótt það taki gildi í tveimur skrefum er þetta gleðidagur.