150. löggjafarþing — 39. fundur,  3. des. 2019.

breyting á ýmsum lögum um skatta.

432. mál
[17:30]
Horfa

Jón Þór Þorvaldsson (M) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir framsöguna. Það er rétt að lofa það sem vel er gert, þetta eru ánægjuleg skref sem verið er að taka og því ber að fagna. Mig langar til að spyrja um tvennt, annars vegar um afslátt af gjöldum eða virðisaukaskatti sem verið er að gefa þessi misserin sem eiga að hvetja til breyttrar hegðunar okkar borgaranna. Bílaleigur eru meðal þeirra sem kaupa inn þessa bíla og ég spyr: Verður einhvern veginn hægt að tryggja að sá ávinningur sem hlýst af kaupum slíkra bifreiða hjá bílaleigum skili sér til neytenda?