150. löggjafarþing — 40. fundur,  4. des. 2019.

málefni BUGL.

[15:17]
Horfa

heilbrigðisráðherra (Svandís Svavarsdóttir) (Vg):

Virðulegur forseti. Eins og kom fram í mínu fyrra svari er fjöldamargt verið er að gera. Hins vegar er það rétt sem kemur fram í fyrirspurn hv. þingmanns að það er áhyggjuefni þegar verður mikil starfsmannavelta í viðkvæmri þjónustu. Það á auðvitað við um samfélagið allt en við erum að taka á þessum málum frá fjölmörgum hliðum, þ.e. byggja upp og treysta geðheilbrigðisþjónustu á fyrsta og öðru stigi og ekki síst að bæta þjónustu fyrir börn í kerfinu í heild. Stýrihópur Stjórnarráðsins í málefnum barna hefur sérstaklega verið að vinna að því.

Það er rétt að taka fram í þessum efnum, af því að hv. þingmaður beinir sjónum sínum sérstaklega að biðlistum á BUGL, að biðlistar almennt og aðgengi að þjónustu eru sérstaklega til skoðunar í þessum stýrihópi og vil ég líka nefna bið eftir ADHD-greiningu.