150. löggjafarþing — 43. fundur,  11. des. 2019.

staða, stjórn og starfshættir þjóðkirkjunnar o.fl.

449. mál
[16:39]
Horfa

Þorsteinn Sæmundsson (M) (andsvar):

Forseti. Það var nú ágætt að hv. þingmaður talaði um innrætingu því að kannski er fyrirferðarmesta trúboðið á Íslandi í dag vantrúboðið. En það er nú önnur saga. Hv. þingmaður talaði ítrekað um menningarlegt hlutverk en hann talaði ekki neitt um verkefni, hlutverk og þjónustu. Hv. þingmaður sagði að kirkjan hefði farið svo dæmalaust vel út úr því að afhenda þessar eignir. Þá get ég bent hv. þingmanni á eitt dæmi. Það er jörð í Fljótsdal sem er núna á forræði ríkisins en var á forræði kirkjunnar áður. Þegar Kárahnjúkavirkjun var byggð á sínum tíma kom afgjald fyrir vatnsréttindi til handa þessarar jarðar þar sem ríkið var í raun að semja við sjálft sig en hefði samið við kirkjuna áður. Vatnsréttindasamkomulagið er þannig að það myndi ekki nokkur einasti maður sem ætti jörð með þessum réttindum láta sér detta í hug að selja frá sér slík réttindi fyrir (Forseti hringir.) þá smánarupphæð sem þar var tilgreind. Bara svo ég nefni eitt dæmi.