150. löggjafarþing — 45. fundur,  13. des. 2019.

staðfesting ríkisreiknings 2018.

431. mál
[10:43]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (andsvar):

Herra forseti. Hvaða knappi tími? Það er ekki neitt að fara að breytast í ríkisreikningi þó að þetta sé ekki klárað um áramótin og gefinn tími fyrir hefðbundinn umsagnarfrest og almennar ábendingar hvað þetta varðar. Ég skil ekki hvaðan nauðsynin um að klára málið strax kemur. Í rauninni kom fram hjá umsagnaraðilum að ekki liggi á að klára þetta. Hvaðan kemur þörfin fyrir knappan tíma?