150. löggjafarþing — 45. fundur,  13. des. 2019.

áhafnir íslenskra fiskiskipa, varðskipa, skemmtibáta og annarra skipa.

316. mál
[17:17]
Horfa

Frsm. um.- og samgn. (Ari Trausti Guðmundsson) (Vg) (andsvar):

Ég þakka hv. fyrirspyrjanda aftur. Auðvitað er það þannig að tækniþróun ýmiss konar, bæði eftirlit með skipum á sjó, tilkynningarskylda og þess vegna GPS-staðsetning og annars konar tækniþróun sem varðar vélbúnað, gerir að verkum að jú, það fækkar í áhöfn. Aðaláhyggjuefni okkar voru auðvitað þessi stærðarmörk, og það kom fram fyrir nefndinni að þegar verið er að stækka og stækka úr 12 metrum í 15 og vélamálin sem ég nefndi. En ég get ekki brugðist við þessu öðruvísi en svo að ef hægt er að setja einhverjar vinnureglur sem tryggja að menn fái hvíld og hafi ráðrúm til að stunda þannig sjómennsku að öryggi sé í fyrirrúmi þá hljóti þessi nefnd að geta tekið á því. En aðalefnið er þó að þarna er verið að breyta mönnunarkröfum og lengdarkröfum til samræmis við tækniþróun og nútímann.