150. löggjafarþing — 46. fundur,  16. des. 2019.

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.

319. mál
[11:02]
Horfa

Frsm. meiri hluta velfn. (Halla Signý Kristjánsdóttir) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir andsvarið. Þetta kom upp og var rætt innan meiri hlutans. Það er náttúrlega tryggt að ríkið sjái um reksturinn á þessum hugbúnaði. Hvort það þurfi að eiga hann var ekki endilega það besta því að þetta er kannski gert með útboði og hagkvæmustu leiðanna leitað. Ef maður snýr spurningunni við má spyrja: Er tryggt að við séum alltaf með besta hugbúnaðinn ef ríkið á hann? Við ákváðum að taka ekki afstöðu að öðru leyti en því að ríkið sæi um reksturinn og væri náttúrlega bundið lögum um að leita hagkvæmustu leiða við það en það væri ekki endilega tryggt að hugbúnaðurinn yrði bestur og hagkvæmastur ef hann yrði í eigu ríkisins.