150. löggjafarþing — 46. fundur,  16. des. 2019.

breyting á ýmsum lögum um skatta.

432. mál
[14:15]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (M):

Virðulegur forseti. Við erum mjög fylgjandi því að hvatt sé til þess að rafbílar og önnur umhverfisvæn samgöngutæki séu nýtt til hins ýtrasta. Ég held hins vegar að það sé mikilvægt að við séum öll raunsæ þegar kemur að þessu og gerum okkur grein fyrir því að það kann að vera að hlutirnir séu ekki alveg jafn einfaldir og við teljum. Ég hefði ekki viljað vera með bara rafbíla norður í landi fyrir nokkrum dögum eða rafmagnsreiðhjól. Við skulum alveg hafa það á hreinu. Það hefði ekki gagnast mörgum.