150. löggjafarþing — 46. fundur,  16. des. 2019.

breyting á ýmsum lögum á sviði matvæla.

318. mál
[18:44]
Horfa

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (V):

Virðulegi forseti. Þessi grein er kannski birtingarmynd þess að kerfið er flókið. Ég hvet hæstv. ráðherra til að taka þetta mál áfram til að reyna að einfalda regluverkið í kringum matvælagreinarnar. Það er of flókið og þá meina ég að þær eru á margra höndum, ekki bara út frá stofnunum heldur þarf að samræma betur samvinnu og eftirlit af hálfu ríkisins annars vegar og sveitarfélaga hins vegar. Ég hvet ráðherra til að taka þetta upp.