150. löggjafarþing — 46. fundur,  16. des. 2019.

almennar íbúðir.

320. mál
[19:51]
Horfa

Hanna Katrín Friðriksson (V) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Já, við erum á Alþingi Íslendinga bara að kvitta undir það sem framkvæmdarvaldið segir, ekki satt? Ég hafna því algjörlega að þetta snúist um einhvern leik hér þegar hver stjórnarandstöðuþingmaðurinn á fætur öðrum kemur upp og lýsir yfir vonbrigðum með að þannig hafi verið búið að málinu í þinglegri meðferð að fólk telji sig ekki geta stutt það vegna þess að ekki var gefið nægilegt svigrúm til að vinna það almennilega. Um það snýst þetta og mér þykir það verulega miður.

Þingflokkur Viðreisnar situr hjá.