150. löggjafarþing — 46. fundur,  16. des. 2019.

almennar íbúðir.

320. mál
[19:57]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Ég er hingað komin vegna þessarar ótrúlegu ræðu frá hæstv. félags- og barnamálaráðherra. Hún var ótrúleg. Getur það verið, herra forseti —

(Forseti (SJS): Gefa ræðumanni hljóð.)

Getur verið að um það hafi verið — (Gripið fram í: … biðja forseta um að gefa ræðumanni frið.) getur verið (Gripið fram í.) að það hafi verið samið um það?

(Forseti (SJS): Forseti biður menn að gefa ræðumanni hljóð.)

Getur verið að það sé rétt hjá hæstv. ráðherra að lífskjarasamningarnir hafi m.a. gengið út á það að semja þannig að öryrkjar og viðkvæmir hópar yrðu settir til hliðar? Það kallar hæstv. ráðherra frábæra og góða samninga sem enginn hefði náð nema hann og ríkisstjórnin sem nú er undir forystu Vinstri grænna. Þetta er hneyksli.