150. löggjafarþing — 46. fundur,  16. des. 2019.

tekjustofnar sveitarfélaga og sveitarstjórnarlög .

391. mál
[20:32]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Almennt er hérna verið að lögfesta það sem var áður í reglugerð og var dæmt ólöglegt varðandi útdeilingu úr jöfnunarsjóði sem er svo sem góðra gjalda vert út af fyrir sig.

Vinnubrögðin eru þó algjörlega óþolandi þannig að við sitjum hjá við afgreiðslu þessa máls nema í lið 10.b þar sem er verið að bixa eitthvað með Fjárfestingarsjóð jöfnunarsjóðsins og borga til baka á mörgum árum þegar þingið á í rauninni bara að bera ábyrgð á dómi Hæstaréttar og þeim reglugerðum sem voru í mínus. Við greiðum atkvæði gegn því ákvæði.