150. löggjafarþing — 46. fundur,  16. des. 2019.

staða, stjórn og starfshættir þjóðkirkjunnar o.fl.

449. mál
[20:47]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Þegar þessi lög voru upprunalega samþykkt kom erindi inn til Alþingis um að kirkjujarðirnar væru ekki í eigu kirknanna. Erindi var sent inn til þingnefndar 2. apríl 1997 af Jörmundi Inga, þá allsherjargoða. Ég lét finna þetta skjal og setja á vefinn þannig að það fylgir upprunalegu lögunum. Þar segir:

„Eignarhald á kirkjujörðum mun vera nokkuð á reiki. Tilheyra þær hverri kirkju fyrir sig eða söfnuðunum eða prestakallinu? (sbr. bréf biskups til Alþingis 15-1-1907). Eitt mun vera nokkuð ljóst, þær tilheyra ekki kirkjunni sem stofnun.“

Grundvöllurinn fyrir þessum samningum í upphafi er mögulega á sandi reistur.