150. löggjafarþing — 47. fundur,  17. des. 2019.

fæðingar- og foreldraorlof.

393. mál
[11:35]
Horfa

Frsm. meiri hluta velfn. (Ólafur Þór Gunnarsson) (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þm. Hönnu Katrínu Friðriksson fyrir andsvarið. Það er rétt hjá þingmanninum að það er minni stöðugleiki í því að hafa ekki endanlegu skiptinguna inni í grunnlagatextanum, það er hárrétt. Hún spurði hvort ekki hefði verið flötur á því að hafa inni bráðabirgðaákvæðinu tólf mánuði og fimm, fimm, tvo. Eins og þingmanninum er kunnugt um bárust m.a. umsagnir til nefndarinnar í þá veru að hafa skiptinguna algjörlega frjálsa og þessi lending er einhvers konar millilending á því. Jú, það hefði verið hægt að vera með skiptinguna fimm, fimm, tvo í bráðabirgðaákvæðinu en þá hefði maður kannski frekar stigið á einhverjar aðrar tær heldur en þær tær sem maður stígur á með þessari lendingu.