150. löggjafarþing — 49. fundur,  20. jan. 2020.

staðan í stjórnmálunum í byrjun árs og verkefnin fram undan.

[17:08]
Horfa

Líneik Anna Sævarsdóttir (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni svarið. Í aðgerðahópnum sem var myndaður til að vinna samkvæmt viljayfirlýsingunni eru fulltrúar frá ráðuneytunum tveimur og einnig Akureyrarbæ, Eyþingi — sem reyndar heitir orðið SSNE — ferðaþjónustunni á Norðurlandi og Isavia. Þar eru þessir aðilar starfandi í fullu samráði. Hópurinn hefur hafið störf og mun ljúka þeim í mars 2020 til að efla flugvöllinn á Akureyri. Fyrsta verkefnið er bætt aðstaða. Einnig er horft á eflingu markaðssetningar og greiningu á markaðssetningu á Norðurlandi sem áfangastaðar og kostnaðaráætlanir fyrir endurbætur á mannvirkjum og þjónustu til frambúðar.

Hvað á þingmaðurinn við með að flugþróunarsjóður hafi ekki verið nýttur í markaðssetningu síðustu árin? Ég veit ekki betur en að hverri einustu krónu sem hefur farið úr þeim sjóði hafi verið (Forseti hringir.) úthlutað í þágu flugvallanna á Akureyri og Egilsstöðum.