150. löggjafarþing — 49. fundur,  20. jan. 2020.

staðan í stjórnmálunum í byrjun árs og verkefnin framundan.

[17:35]
Horfa

Ari Trausti Guðmundsson (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Hvort ég sé ánægður? Nei, nei, ég er ekkert ánægður, en ég var ekki að spyrja þingmanninum hvort hann vildi spyrja mig hvort ég væri ánægður. Ég var að spyrja hann hvernig hann fengi það út að losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi hafi aukist undanfarin ár. Ég ætla líka að benda honum á að hann ber kannski ábyrgð — eða hans flokkur — á, eigum við að segja byggingu álvers í Helguvík? Af hverju var það allt í lagi allt í einu? Eða einhverju kísilverinu? Af hverju var það allt í lagi allt í einu? Vegna þess að það er þannig að bæði aðgerðir ríkisstjórnar sem hafa verið ákveðnar og árangur þeirra eru þó þannig að við höfum farið nokkur hænufet í átt til þess að minnka losun; og auka bindingu líka, vissulega. En það þýðir ekki að koma hingað upp og segja svona: Ríkisstjórnin ber ábyrgð á aukinni losun gróðurhúsalofttegunda, ef þingmaðurinn getur ekki sýnt fram á hvernig og hvar.