150. löggjafarþing — 50. fundur,  21. jan. 2020.

menningarsalur Suðurlands.

55. mál
[18:41]
Horfa

Flm. (Ásmundur Friðriksson) (S) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hv. þm. Oddnýju G. Harðardóttur fyrir fyrirspurnina. Það liggur fyrir að það gæti tekið bara nokkra mánuði. Ef við myndum samþykkja t.d. fyrir vorið að gera þetta þá gæti ég trúað því að að ári frá þeim tíma yrði þessi salur fullbúinn, jafnvel fyrr. Þarna eru komnir stólar, það er komið svið og gryfja og þessi salur er inni í miðri stórri byggingu, það eina sem er óinnréttað. Það eru nú gerð slík kraftaverk í byggingu stofnanahúsa í dag og ég heyrði það nú bara á leiðinni hingað í þingið í dag að sveitarfélag hér á þessu svæði er að fara að byggja knattspyrnuhús, sem er væntanlega 120 sinnum 90 eða 100 metrar eða eitthvað álíka og kostar 4,5 milljarða, og það á að verða tilbúið innan árs. Byggingarhraði er orðinn svo afstæður í dag. Ég held að þarna liggi fyrir teikningar að öllu. Það þarf kannski eitthvað að endurskoða þar. En ég held að við gætum séð þennan sal koma í notkun, kannski ekki í lok þessa árs en mjög snemma á næsta ári.