150. löggjafarþing — 51. fundur,  22. jan. 2020.

Kristnisjóður o.fl.

50. mál
[18:31]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Samkomulagið er ekki með lokadagsetningu, það er ekki með uppgjöri, það er ekki með heildartölu um það hvað eignatilfærslan kostar. Hún er með ártalið 1997–óendanlegt, í þessu „limit“-dóti. Það eru 3,5 milljarðar miðað við verðgildi dagsins í dag, á næsta ári og þarnæsta og eins mörg ár og við getum talið því að ekki er gert ráð fyrir lokadagsetningu og fullnaðaruppgjöri á þessu, nema að borga að eilífu fyrir þessa tilfærslu. Þess vegna er það óendanlegt. Það eru óendanlega mörg ár undir. Þó að það sé ekki nema króna á hverju ári þá er það samt óendanlega há upphæð þegar allt kemur til alls.

Þetta er mjög áhugavert. Það var mjög vel farið yfir þetta í umræðunni fyrir jól. Bestu gögnin sem liggja fyrir eru greinargerð kirkjueignanefndar. Það er hægt (Forseti hringir.) að fara í einhver nákvæmari atriði en í grófum dráttum (Forseti hringir.) kæmi það líklega ekki mikið öðruvísi út í upphæðum. (Forseti hringir.) Það er mögulegt að tína einhverjar krónur eða hundraðkalla til eða frá en við erum með bestu gögn sem til eru.