150. löggjafarþing — 51. fundur,  22. jan. 2020.

Kristnisjóður o.fl.

50. mál
[18:32]
Horfa

Ólafur Ísleifsson (M) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir þetta samtal en hv. þingmaður fer villur vegar í þessum efnum. Ég ætla ekki að fara að setjast í neinn kennarastól hér en það er náttúrlega þekkt að fjárhæðir hafa mismunandi gildi eftir því hvar þær eru staðsettar í tíma, ef ég má orða það þannig. Fjárhæð sem kemur til greiðslu nú verður ekki lögð að jöfnu við fjárhæð sem kemur til greiðslu einhvern tíma í framtíðinni. Auðvitað eru vextir á milli og við erum með hugtök eins og afvöxtun og annað af því tagi. Það gerir það að verkum að þessar fullyrðingar hv. þingmanns um óendanleika eru því miður út frá upplýstu sjónarmiði, ekki endilega háfræðilegu, hrein markleysa.