150. löggjafarþing — 53. fundur,  28. jan. 2020.

stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga fyrir árin 2019--2033 og aðgerðaáætlun fyrir árin 2019--2023.

148. mál
[15:37]
Horfa

Frsm. meiri hluta um.- og samgn. (Líneik Anna Sævarsdóttir) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. 2. liður aðgerðaáætlunarinnar er fjárhagslegur stuðningur við sameiningar. Þar er lagt til að reglum um stuðning Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga verði breytt með þátttöku í kostnaði við undirbúning og framkvæmd sameiningar með framlögum til að mæta tekjutapi vegna lækkunar á jöfnunarframlögum, framlögum til að stuðla að endurskipulagningu, þjónustu og stjórnsýslu í kjölfar sameiningar, framlögum til stofnkostnaðar, skólamannvirkja og nánar um það. Allt að 15 milljarðar gætu farið í þennan stuðning á tímabilinu, fram til ársins 2026 segir þar líka, þegar 1.000 íbúa lágmarkið tekur gildi, og í allt að sjö ár eftir það.

Þetta á eftir að útfæra nánar, enda er hluti af verkefninu (Forseti hringir.) í samvinnu ríkis og sveitarfélaga að gera það.