150. löggjafarþing — 53. fundur,  28. jan. 2020.

stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga fyrir árin 2019--2033 og aðgerðaáætlun fyrir árin 2019--2023.

148. mál
[15:40]
Horfa

Frsm. meiri hluta um.- og samgn. (Líneik Anna Sævarsdóttir) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni. Sveitarstjórnarstigið hefur verið upptekið af sameiningum. Það tekur tíma og orku frá öðrum verkefnum, enn meira af tekjunum og jöfnunarsjóði.

Í áætluninni er 3. liðurinn að styrkja tekjustofna sveitarfélaga og auka fjárhagslega sjálfbærni þeirra. Þar er lagt til að lokið verði við heildarendurskoðun á Jöfnunarsjóði sveitarfélaga fyrir almennar sveitarstjórnarkosningar 2022 og breytingar innleiddar í áföngum á kjörtímabilinu þar á eftir. Ég geri ráð fyrir að við sjáum þessa stað í fjármálaáætlun og raunar gerum við það í fyrri fjármálaáætlun að einhverju leyti. Tökum samt eitt skref í einu. Nú erum við að afgreiða þessa tillögu og auðvitað veltur næsta skref í útfærslu á þessum stuðningi á því hvernig tillagan verður afgreidd.