150. löggjafarþing — 54. fundur,  29. jan. 2020.

stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga fyrir árin 2019--2033 og aðgerðaáætlun fyrir árin 2019--2023.

148. mál
[16:23]
Horfa

Karl Gauti Hjaltason (M) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Miðflokkurinn er á móti því að sveitarfélög verði þvinguð með lögum til að sameinast og munum við því greiða atkvæði gegn þessari þingsályktunartillögu. Við munum ekki greiða atkvæði um breytingartillögur sem lagðar eru fram af meiri hluta umhverfis- og samgöngunefndar. Við teljum að ríkið eigi að hvetja til sameininga þar sem það er hagkvæmt, ekki síst landfræðilega hagstætt, og þar sem vilji fólksins í sveitarfélögunum stendur til sameiningar. Í þessu máli er ekki verið að hlusta á fólkið í fámennari sveitarfélögunum sem hefur mótmælt harðlega þessum lögþvinguðu sameiningaráformum stjórnvalda.