150. löggjafarþing — 54. fundur,  29. jan. 2020.

stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga fyrir árin 2019--2033 og aðgerðaáætlun fyrir árin 2019--2023.

148. mál
[16:24]
Horfa

Líneik Anna Sævarsdóttir (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Hér fjöllum við um tillögu þar sem mörkuð er stefna í málefnum sveitarfélaga og það er í fyrsta skipti sem slík stefna er lögð fyrir Alþingi. Þar er lögð áhersla á sjálfbærni og sjálfsstjórn sveitarfélaga með það að markmiði að tryggja sem jöfnust réttindi og aðgengi íbúa að þjónustu í nánu samstarfi ríkis og sveitarfélaga. Settar eru fram 11 aðgerðir til að ná þessu markmiði. Ég styð tillöguna heils hugar og tel að hún geti markað tímamót í starfi á sveitarstjórnarstiginu og í málefnum sveitarfélaganna. Til að mæta mismunandi sjónarmiðum sem komið hafa m.a. frá nokkrum fámennari sveitarfélögunum um lögfestingu lágmarksíbúafjölda sveitarfélaganna leggur meiri hlutinn ríka áherslu á að við lagalega útfærslu ákvæðisins verði skilgreindur sveigjanleiki (Forseti hringir.) sem tryggi einmitt svigrúm sveitarfélaganna til að vinna samkvæmt vilja íbúanna.