150. löggjafarþing — 54. fundur,  29. jan. 2020.

stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga fyrir árin 2019--2033 og aðgerðaáætlun fyrir árin 2019--2023.

148. mál
[16:27]
Horfa

Ari Trausti Guðmundsson (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Með nefndaráliti meiri hlutans í þessu máli hafa verið mýktir ýmsir þættir sem snúa að sameiningarskyldunni og tölulegum mörkum við hana. Enn fremur er bent á að skilgreina þurfi vandlega sjálfbærni sveitarfélaga, líka hvernig samráð nýsameinaðra sveitarfélaga getur haldið þjónustu innan hvers sveitarfélags sem sameinast og enn fremur hvernig hagræðing byggir ekki aðeins á fjárhag sveitarfélaga heldur líka á félagslegum nótum sem réttlæta þjónustu í minni kjörnum sameinaðra sveitarfélaga.

Því styð ég þessa þingsályktunartillögu og lít á afgreiðslu hennar sem framfaraskref.