150. löggjafarþing — 54. fundur,  29. jan. 2020.

stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga fyrir árin 2019--2033 og aðgerðaáætlun fyrir árin 2019--2023.

148. mál
[16:33]
Horfa

Guðmundur Andri Thorsson (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Samfylkingin styður þetta mál enda er hér um framfaramál að ræða. Þetta er ekki bara spurning um sjálfsákvörðunarrétt og því um líkt heldur er þetta líka spurning um að sveitarfélögin hafi bolmagn til að uppfylla skyldur sínar gagnvart íbúum sínum. Það er nefnilega líka réttindamál íbúanna í öllum sveitarfélögunum, réttindamál íbúa alls landsins, að sveitarfélögin sem það fólk býr í hafi bolmagn til að uppfylla margvíslegar skyldur sínar gagnvart íbúum sínum. Þar með snýst þetta mál líka um að jafna aðstöðu íbúa alls landsins.