150. löggjafarþing — 54. fundur,  29. jan. 2020.

stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga fyrir árin 2019--2033 og aðgerðaáætlun fyrir árin 2019--2023.

148. mál
[16:35]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (M):

Forseti. Nú greiðum við atkvæði um hvort við ætlum að taka út úr þessu plaggi lögþvingunarpælinguna í því. Einhvern tímann hefði maður haldið að flokkarnir sem mynda ríkisstjórn myndu virða sjálfsákvörðunarrétt fólksins úti á landi í minni sveitarfélögum, flokkar sem hafa áður talað fyrir því að ekki eigi að lögþvinga sveitarfélög til að sameinast en ætla einmitt að standa að því að lögþvinga sveitarfélögin og fara jafnvel gegn vilja íbúa. Það er mjög áhugavert að sjá þá umpólun sem virðist vera á þessum flokkum. Það kemur kannski ekki á óvart miðað við hvernig hlutirnir hafa þróast en ég bið menn að hafa í huga að með því að greiða þessu atkvæði er verið að fara gegn sjálfsákvörðunarrétti íbúanna.