150. löggjafarþing — 54. fundur,  29. jan. 2020.

stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga fyrir árin 2019--2033 og aðgerðaáætlun fyrir árin 2019--2023.

148. mál
[16:38]
Horfa

Karl Gauti Hjaltason (M):

Herra forseti. Við búum við tvö stjórnsýslustig á sviði framkvæmdarvalds, ráðuneytin, ríkisvaldið hér í höfuðborginni, og síðan svæðisbundin stjórnvöld, þ.e. sveitarfélögin. Sjálfsákvörðunarréttur sveitarfélaganna er varinn af 78. gr. stjórnarskrárinnar þar sem segir að þau skuli sjálf ráða málefnum sínum eftir því sem lög ákveða. Við erum að feta hér hættulega braut, herra forseti, og í hreinni andstöðu við vilja margra talsmanna fámennari sveitarfélaga víða um landið og einnig hafa sumir sveitarstjórnarmenn úr stærri sveitarfélögunum varað sterklega við því að fara þessa leið.

Ég segi nei.