150. löggjafarþing — 54. fundur,  29. jan. 2020.

stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga fyrir árin 2019--2033 og aðgerðaáætlun fyrir árin 2019--2023.

148. mál
[16:45]
Horfa

Brynjar Níelsson (S):

Hæstv. forseti. Það er afskaplega margt gott í þessari tillögu en ég segi eins og margir aðrir að lögþvingunin vefst mjög mikið fyrir mér. Ég skil sjónarmiðin þar að baki og vangaveltur um það hlutverk sveitarfélaga að þau geti uppfyllt skyldur sínar samkvæmt lögum en sjálfur teldi ég mikilvægara að leggja fram tillögu að lögþvingaðri sameiningu einhverra af þessum þingflokkum hér. [Hlátur í þingsal]. Þeir eru flestir ósjálfbærir og þannig séð eiginlega handónýtir en allt í lagi með það. Í prinsippinu vefst þetta mjög mikið fyrir mér og þess vegna greiði ég ekki atkvæði.