150. löggjafarþing — 54. fundur,  29. jan. 2020.

stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga fyrir árin 2019--2033 og aðgerðaáætlun fyrir árin 2019--2023.

148. mál
[16:54]
Horfa

Sigurður Páll Jónsson (M):

Hæstv. forseti. Ég var að velta fyrir mér að sitja hjá við þessa atkvæðagreiðslu en ég bara get það ekki vegna þess að þegar ég les þessa tillögu sé ég að undir, yfir og allt um kring í henni er alltumlykjandi það sem við í Miðflokknum myndum láta fella út. Umræðan í gær hjá þeim sem eru hlynntir tillögunni var í mínum huga eins og þessi lögþvingun væri ekki til staðar. Það er sárt að geta ekki tekið jákvætt í þetta eða setið hjá en ég tel mig knúinn til að greiða atkvæði gegn þessari tillögu.