150. löggjafarþing — 54. fundur,  29. jan. 2020.

kosningar til Alþingis.

81. mál
[18:42]
Horfa

Inga Sæland (Flf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þm. Jón Þór Ólafssyni fyrir þetta frumvarp og er því hjartanlega sammála. Nú geta íslenskir ríkisborgarar verið búsettir erlendis í jafnvel 50, 60, 70 ár og liggur fyrir að það er sérstök nefnd sem er að vinna að breytingu á einmitt þessu skipulagi. Ég veit að hjá þeirri nefnd er á döfinni að einstaklingur þurfi ekkert að sækja um þetta í 16 ár, eitthvað slíkt. Það er ekki búið að ganga frá þessu en mig langaði að spyrja þingmanninn hvort þetta frumvarp feli það í sér að íslenskur ríkisborgari sem flyst utan þurfi bara aldrei að óska eftir því að fá að kjósa, hvort sem hann flytur héðan fimm ára og sé erlendis næstu 90 árin eða hvernig sem það er. Mér finnst það kannski full vel í lagt. Ég velti þessu fyrir mér.