150. löggjafarþing — 55. fundur,  30. jan. 2020.

almenn hegningarlög.

422. mál
[15:29]
Horfa

Olga Margrét Cilia (P) (andsvar):

Það gleður mig að hv. þingmaður taki svona vel í tillöguna. Ég vona vissulega að við getum einhvern tímann lagt fram tillögu um að þetta verði skoðað nánar. Við höfum heldur ekki tölfræði um þessi mál hjá lögreglunni af því að þetta er einmitt oft ekki kært eða því vísað frá. Ég held að það sé mjög mikilvægt að þetta verði skoðað til hlítar þannig að kerfið sé fyrir þá hópa sem þurfa hvað mest á því að halda.