150. löggjafarþing — 56. fundur,  3. feb. 2020.

stefna í þjónustu við aldraða.

463. mál
[17:18]
Horfa

Halla Signý Kristjánsdóttir (F):

Virðulegi forseti. Ég ætla sérstaklega að beina kastljósinu að spurningunni um áherslu á heimilisbrag og sveigjanlegri félagslega þjónustu fremur en heilbrigðisþjónustu. Ég held að það sé mikilvægt þó að einstaklingurinn sé kominn inn á hjúkrunarheimili að hann verði ekki eins og eign hjúkrunarheimilisins eins og maður verður stundum svolítið vitni að, að hann geti ekki kallað eftir annarri þjónustu frá t.d. sveitarfélagi, félagsþjónustunni eða annarri þjónustu sem hann vantar. Þetta er spurning um sjálfsvirðingu, að einstaklingur geti haldið þeirri sjálfsvirðingu sem hann vill út lífið á meðan hann mögulega getur. Þetta held ég að sé svolítið mikilvægt og vanti þó að þetta sé kannski að koma inn, sérstaklega á minni hjúkrunarheimilum, þ.e. sveigjanlegri þjónusta. En þetta skiptir máli og má alveg koma hérna að.