150. löggjafarþing — 56. fundur,  3. feb. 2020.

sýslumannsembætti.

289. mál
[17:34]
Horfa

Sigurður Páll Jónsson (M):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þm. Karli Gauta Hjaltasyni fyrir þessa fyrirspurn og ráðherranum fyrir svörin. Ég man eftir því, þegar þessum lögum um sýslumannsembættin var breytt 2015, minnir mig, og embættum var fækkað úr 24 í 9, að þá var mikið talað um það hér að fjármagn fylgdi ekki. Síðasti ræðumaður vitnaði í skýrslu þar sem talað er um að það vanti að sjá fram á vinnu við að móta framtíðarsýn sýslumannsembætta. Því langar mig til að beina þeirri spurningu til ráðherrans hvort aukið hafi verið við það fjármagn sem talað var um að vantaði á sínum tíma eða hvort sú vinna sé ekki orðin að veruleika út af því að fjármagnið hefur ekki verið aukið.