150. löggjafarþing — 61. fundur,  20. feb. 2020.

persónuvernd og vinnsla persónuupplýsinga.

555. mál
[12:29]
Horfa

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (Vg):

Virðulegi forseti. Bara í ljósi þess sem hér hefur komið fram vil ég segja að það varð smámisskilningur milli mín og hv. þm. Helgu Völu Helgadóttur í umræðunni fyrr um þetta mál. Ég held að það sé allt í lagi að við tökum málið inn og skoðum það í ljósi þeirra þriggja mála sem hér er vitnað til þannig að það sé örugglega samræmi. Það er ekki gott að vera með lög sem er ekki samræmi í þannig að ég held að þetta ætti að taka stutta skoðun og fá bara athugun frá ráðuneytinu og skýringu á textanum þannig að við séum alveg með það á hreinu.

Ég óska því eftir að málið fari á milli umræðna til nefndarinnar.