150. löggjafarþing — 62. fundur,  24. feb. 2020.

íslenskur ríkisborgararéttur.

252. mál
[16:47]
Horfa

dómsmálaráðherra (Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir) (S):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. allsherjar- og menntamálanefnd fyrir að fjalla um þetta mál og vinna það vel í þinginu. Frumvarpið miðar að því að auka gagnsæi og skilvirkni laganna og bæta skýrleika nokkurra ákvæða sem mæla fyrir um veitingu ríkisborgararéttar. Það er mikilvægt að kerfið okkar sé skýrt og taki mið af breyttum þjóðfélagsháttum og að kerfið sé þannig úr garði gert að fólk sem hingað kemur viti hvaða ferill tekur á móti því þegar það sækir um ríkisborgararétt. Það verður vonandi líka til þess að færri mál streyma til þingsins sem ætti að vera hægt að leysa með almennum reglum.

Ég þakka fyrir stuðninginn og er ánægð með að sjá hann hér í þingsal.