150. löggjafarþing — 69. fundur,  4. mars 2020.

launasjóður íslensks afreksíþróttafólks.

524. mál
[19:32]
Horfa

Flm. (Helga Vala Helgadóttir) (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hv. þingmanni kærlega fyrir andsvarið og fagna því máli sem þingmenn Viðreisnar hafa lagt fram. Það mál rímar mjög vel við þetta mál. Stundum er sagt að stórir hugar séu oft sammála og hugsi á svipuðum nótum og ég held að við getum algjörlega komist að samkomulagi um að mál þingflokks Viðreisnar og mál þingflokks Samfylkingarinnar tali saman.

Við erum að tala um fyrirmyndir fyrir íslensk ungmenni, við erum að tala um lýðheilsumál og við erum síðast en ekki síst að tala um jafnræði íslensks afreksíþróttafólks á erlendri grundu þegar það mætir því íþróttafólki sem það keppir við sem býr þá við allt aðrar aðstæður en afreksíþróttafólk á Íslandi sem þarf að vinna fullan vinnudag samhliða íþróttaiðkuninni.

Ég held að þessi mál vinni mjög vel saman.