störf Íslands í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna, munnleg skýrsla utanríkisráðherra.
Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni andsvarið. Ef ég byrja á kæruheimildunum og aðkomu samtaka þá er ég nú svo mikil samvinnumanneskja að ég hef alltaf trú á samvinnuleiðinni til að leysa málin. Ég sé skipulagsvinnu alltaf sem samvinnuleið. Með því að greina vistgerðir, hafa þekkingu á landinu, fara svo að skipuleggja á grunni þeirrar vinnu, eigi besta niðurstaðan að fást. Vissulega þurfum við að hafa leiðir ef eitthvað misferst í þessu ferli. En þá velti ég fyrir mér: Hverjir geta tekið sér þá stöðu í félagasamtökum að hafa réttindi umfram aðra? Eru það þeir sem ákveða að starfa í félagi um náttúruvernd eða búnaðarfélagi eða ungmennafélagi eða foreldrafélagi eða sveitarstjórn? Fyrir mér er þetta alltaf svolítið þessi áskorun, hverjir … (BLG : … hafa réttindi umfram aðra, það er málið.) Já, mér finnst þetta vera mikilvæg umræða sem við þurfum að leiða til lykta hér á landi eins og annars staðar. En ég hef ekki fullmótaða skoðun á því.
Hin spurningin snerist um valfrjálsa bókun við barnasáttmálann. Ég þekki ekki í smáatriðum hvað í henni felst en við sem þjóð sem stendur fyrir mannréttindi og viljum beita okkur í því hljótum að taka til okkar og uppfylla allar þær samþykktir sem við stöndum að. Það getur tekið okkur mismikinn tíma og heppilegast er að það taki sem stystan tíma.