150. löggjafarþing — 79. fundur,  20. mars 2020.

atvinnuleysistryggingar og Ábyrgðasjóður launa.

664. mál
[15:04]
Horfa

forsætisráðherra (Katrín Jakobsdóttir) (Vg):

Herra forseti. Ég lýsi yfir ánægju með afgreiðslu þessa frumvarps og vil þakka hv. velferðarnefnd fyrir að hafa unnið mjög snöfurmannlega að afgreiðslu þessa mikilvæga máls en vil nota tækifærið til að lýsa því hér yfir að við munum þurfa að endurmeta stöðu þessa máls strax í maímánuði út frá stöðu og þróun í efnahags- og atvinnulífi. Það kann að vera að brýn þörf verði þá til að framlengja úrræðið og ríkisstjórnin er mjög meðvituð um að slíkt endurmat þurfi að fara fram. Þetta verður eitt það mikilvægasta sem við gerum til að tryggja afkomu launafólks á Íslandi í gegnum þessar tímabundnu þrengingar.